Grikkir geta ekki lifað í siðuðu samfélagi. Að vísu hafa þeir fengið ágætan bókhaldara sem forstjóra, Lucas Papademos forsætisráðherra. Hann ræður því miður ekki við pólitíkusana, sem halda áfram að rífast. Enn síður ræður hann við pólitískt ráðna embættismenn. Þeir eru óvinnufærir og framkvæma ekki samþykktan niðurskurð. Grikkir vilja ekki og geta ekki staðið við loforð um heilbrigð fjármál. Ástandið er að ýmsu leyti ýkt útgáfa af Íslandi. Á báðum stöðum er ástandið kjósendum um að kenna. Afneitun staðreynda er þó öflugri í grískri þjóðarsál en íslenzkri. Og leiðir Grikki senn í þjóðargjaldþrot.
