Vilhjálmur sígur

Punktar

Ég hafði álit á Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, gamla góða Villa, áður en hann varð borgarstjóri. Síðan hefur óðum dregið úr því. Mér sýnist hann í flestu vaða í sömu villum og Reykjavíkurlistinn, reyna að troða niður húsum, hvar sem hann finnur auðan blett, síðast í Laugardal og Sogamýri. Einnig er hann búinn að tileinka sér skæting forveranna. Þegar nágrannar mótmæla nýju húsi, talar hann af hræsni um innihald hússins. Hann getur sett niður hús fyrir fatlaða hvar sem er. Hann þarf ekki endilega að gera það á svæði neðan Holtavegar, sem hingað til hefur verið talið grænt.