Vildi ekki innihaldið

Punktar

Gunnlaugur Sigmundsson keypti lífsþreytta Framsókn handa silfurskeiðungi sínum. Vildi bara firmamerkið, en lét fleygja innihaldinu. Slíkt þekkist vel í heimi viðskipta, en er nýtt í pólitíkinni. Með Sigmundi Davíð kom dólgafrjálshyggja í stað gamla miðjumoðsins. Margir framsóknarmenn hafa síðan verið í losti. Sumir hafa flúið skútuna, sem marar í 10% fylgi könnun eftir könnun. Gamla Framsókn kemur ekki aftur, hún er dauð. Líkið getur fengið inni í Bjartri framtíð. Nýja Framsókn er hliðstæð Sjálfstæðisflokknum. Kvótagreifar eiga þessa tvo flokka og vinnslustöðvagreifar eru meðeigendur að Framsókn. Þannig fer heimsins dýrð.