Vigdís lagði stelpurnar

Punktar

Fávitalegasta stönt, sem ég hef séð, var viðburður „Sterkra stelpna – sterkra samfélaga“ á Austurvelli í gær. Þar fék Vigdís Hauksdóttir færi á að yfirtaka stöntið og breyta því í áróður fyrir óbreyttri þróunaraðstoð og engu átaki. Ég veit ekki, hver fékk þá hugmynd að hleypa Vigdísi þarna inn, en ekki stígur sá í vitið. Það er búið og gert. Stimplaður hefur verið inn óbreyttur stuðningur við þróunarlönd og átak vikunnar skilið eftir úti í kuldanum. Að eitthvað sé fyndið jafngildir ekki, að það sé sniðugt fyrir aðstandendur. Sjálfsörugg krúttkynslóðin vandar oft ekki til verka, ímyndar sér að hún sé fullkomin.