Viðurkenna staðreyndir

Punktar

James Connaughton, umhverfisstjóri Hvíta hússins, er á ferð um Evrópu. Hann segir þar, að ríkisstjórn George W. Bush geti fallizt á bindandi skilmála um árangur í umhverfismálum. Setur þó það skilyrði, að Kína og Indland taki þátt í aðgerðum eins og gömlu iðnríkin. Í fyrsta skipti ljá Bandaríkin máls á aðgerðum í stíl við samkomulagið frá Kyoto. Flest ríki heimsins hafa undirritað það. Hingað til hefur Bush fullyrt, að umhverfisáhyggjur séu ástæðulausar. En samkvæmt Connaughton er síðasta vígi heimskunnar að falla.