Viðurkenna Ísrael

Punktar

Hamas-flokkurinn í Palestínu hefur brotið odd af oflæti sínu og samþykkt tilverurétt Ísraels sem ríkis. Hingað til hefur andstaða flokksins gegn þessari kröfu skapað gjá milli hans og stuðningsafla Palestínu í Evrópu. Breytingin skiptir máli, því að Hamas hefur meirihluta á þingi Palestínu og skipar ríkisstjórn landsins. Morð í landinu eru nú einkum stunduð af her Ísraels, sem hefur á síðustu vikum drepið 20 manns, að meirihluta smábörn. Rangt er að stimpla Hamas sem hryðjuverkasamtök. Það er Ísraelsríki, sem stundar hryðjuverk í Palestínu.