Viðurkenna ekki úrslit

Punktar

Margir þeir, sem segjast vera miklir lýðræðissinnar, geta ekki sætt sig við niðurstöður heiðarlegra kosninga. Þannig geta Bandaríkin og Evrópusambandið ekki sætt sig við meirihlutasigur Hamas í Palestínu og reyna af alefli að grafa undan honum. Nýjasta dæmið um þetta er Serbía, þar sem þrír flokkar grímulausra þjóðernissinna fengu meirihluta atkvæða. Evrópusambandið segir ekki koma til mála annað en að taparar myndi ríkisstjórn. Neil Clark skrifar grein um það í Guardian. Þriðja dæmið um þetta frá síðustu árum voru kosningarnar í Alsír, sem herinn í landinu ógilti að kröfu Bandaríkjanna.