Viðreisn talar í kross

Punktar

Nú eru þeir farnir að tala í kross, höfðingjarnir í Viðreisn. Enda er loftið farið að síga úr blöðrunni, fylgið komið niður fyrir 7%. Þorsteinn Víglundsson segir flokkinn opinn í alla enda eins og Björt framtíð. Benedikt Jóhannesson segist ekki ætla í stjórnarsamstarf við Framsókn eða Sjálfstæðis. Vill hins vegar viðræður við Pírata EFTIR kosningar. Ætli þessi krossdans endist ekki fram undir kosningar, Viðreisnarfólki til vansældar. Frambjóðendurnir þurfa kannski að hittast og koma sér saman. Vinstri græn eru hins vegar komin í sveiflu og nálgast fylgi Pírata og Sjálfstæðis sem þriðji turninn í pólitík.