Víðidalstunguheiði

Frá Dæli í Víðidal í Húnaþingi um Víðidalstunguheiði að vegamótum Víðidalstunguheiðar og Haukagilsheiðar við Hraungarða.

Aðrir heiðavegir á svæðinu eru: Norðlingafljót, Arnarvatnsheiði, Tvídægra, Núpdælagötur 1 og 2, Aðalbólsheiði, Haukagilsheiði, Suðurmannasandfell, Grímstunguheiði, Öldumóða, Stórisandur, Skagfirðingavegur, Sandkúlufell, Bláfell, Fljótsdrög. Sjáið texta með þeim slóðum.

Förum frá Dæli suður með þjóðvegi um Víðidalstungu að Kolugili. Þaðan áfram jeppaslóð suður dalinn. Sunnan Hrappstaða förum við á ská upp austurhlíðina og austur með Gaflsá. Síðan suður með fjallinu og frá fjallinu vestan við Gaflstjörn. Framhjá fjallaskála við Fosshól og síðan suður með Öxná. Þaðan suðaustur um Stóra-Skálshæð og vestan við Þrístiklu að mótum Haukagilsheiðarvegar.

29,7 km
Húnavatnssýslur

Skálar:
Fosshóll: N65 15.718 W20 29.946.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Húnaþing, Borgarvirki, Haukagilsheiði, Suðurmannasandfell.
Nálægar leiðir: Hraungarðar, Aðabólsháls.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Jónas Kristjánsson