Víðasti og merkasti fundurinn

Punktar

Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er stærri og víðari og merkari en fundir annarra flokka. Hann er Kanaríferð, helgimessa, félagsmiðstöð, hluti af lífi þínu. Hann er raunar stærsti atburður lífs þíns á tveggja ára fresti. Ef þú færð ekki miða á landsfund, ferðu samt suður, hangir inni á hótelherbergi, ferð aftur heim og segir frá landsfundinum. Fólk er stolt af landsfundinum sínum. Enda er hann ekki fundur í hefðbundnum skilningi. Hann er líka íþróttafélag, karlaklúbbur, greifadæmi. Valdatæki kolkrabba og kvótagreifa, málfundur frjálshyggjunnar, skríll gegn umhverfisvernd í ræðustól.