Í Bandaríkjunum starfa sannleiksnefndir fyrir opnum tjöldum. Sjónvarpað er beint frá yfirheyrslum. Það er talinn partur af lýðræðinu. Hér á landi er hins vegar talið afleitt, að alþýða manna fái að vita um gang mála. Þess vegna starfar sannleiksnefnd kerfiskarlanna Páls Hreinssonar og Tryggva Gunnarssonar í reykfylltu bakherbergi. Þeir hafa engan áhuga á að finna niðurstöðu, sem gæti komið öðrum kerfiskörlum illa. Þetta er kerfislægt sjónarmið kerfiskarla. Þeir þola ekki einu sinni, að kennari frá Yale opni glugga. Við þurfum opnar yfirheyrslur sannleiksnefndarinnar. Þurfum traust.
