Við fögnum göngustrætinu

Greinar

Stjórnendur Reykjavíkurborgar eru um þessar mundir að kanna möguleika á að framkvæma þegar í sumar skemmtilega tilraun í borgarlífinu. Hugmyndin er sú að loka Austurstræti fyrir bílaumferð eftir 1. ágúst.

Í aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyrir þessum möguleika. Þar er raunar bent á, að gera megi Laugaveg frá Hlemmi, Bankastræti og Austurstræti að einni langri göngugötu í líkingu við Strikið í Kaupmannahöfn.

Upubygging miðbæjar Reykjavíkur er mikið og tímafrekt verkefni. Þótt hún sé enn skammt á veg komin, er ómaksins vert að reyna að koma hugmyndinni um göngugötu að nokkru leyti til framkvæmda.

Efasemdirnar koma einkum fram af hálfu kaupmanna. eins og venjulega, þegar um breytingar á umferð er að ræða. Þeir óttast breytingar á verzlunarviðskiptum almennings, jafnvel þótt erlend reynsla sýni að lokun verzlunargatna getur haft fjörgandi áhrif á öll viðskipti í verzlunum við götuna.

Kaupmenn í Áusturstræti.hafa lýst áhyggjum sínum út af brottfalli bílastæðanna við Austurstræti. Staðreyndin er hins vegar sú, að þeir, sem ætla að verzla þar í götunni, geta sjaldnast fundið bílastæði við hana, né í næsta nágrenni hennar og verða að leggja bílum sínum í nokkurri fjarlægð frá götunni.

Bílastæðin við Austurstræti eru innan við 20 eða eins og rúmast á einni sæmilegri lóð. Það hefur því sáralítil áhrif á stæðismöguleikana í miðbænum, að Áusturstræti sé lokað fyrir bílaumferð. 0g eflaust mætti jafna upp þessa rýrnun með bílastæðum í nágrenninu.

Kaupmenn Áusturstrætis segjast ekki í sjálfu sér vera andvígir því, að gatan verði göngubraut. Þetta viðhorf ber vott um framsýni, því að kaupmenn eru oft alltof tregir til að viðurkenna gildi breytinga af þessu tagi.

Það er ástæða til að fagna því, að borgaryfirvöld hafa tekið þetta mál til alvarlegrar athugunar. Reykvíkingar þurfa að kynnast verzlunargötum fyrir gangandi fólk og læra að meta þær. Ef lokun Austurstrætis verður ákveðin og heppnast vel, þannig að borgarlíf og viðskiptalíf dafna, liggur beint við að undirbúa frekari aðgerðir á þessu sviði.

Umferðarþyngslin í Austurstræti eru allt of mikil. Margir bílarnir eru bara að hringsóla í leit að bílastæði. Ef öll gatan er lögð undir gangandi fólk, getur hún tekið við miklu fleira fólki, sem hefur þar erindi að reka. Óhætt er að spá því, að slík breyting geti haft skemmtileg áhrif á borgarbraginn. Hún getur skapað borginni þungamiðju, sem allan daginn er full af iðandi mannlífi. Okkur vantar einmitt slíka þungamiðju.

Ef til kemur, verður lokun Austurstrætis ein af markverðari nýjungum í borgarlífinu. Borgarbúar munu áreiðanlega fagna slíku framtaki borgarstjórnar og reikna með, að það nái tilgangi sínum. Þess vegna vonum við, að athugun borgaryfirvalda leiði til þess, að hin skemmtilega tilraun verði framkvæmd.

Jónas Kristjánsson

Vísir