Við erum gamlir kúnnar

Punktar

Engin ástæða verður til að hækka orkuverð til almennra neytenda um 10-20%, þótt rafkapall verði lagður til útlanda. Orkuverð er meira en nógu hátt miðað við eðlilegan framleiðslukostnað. Landsvirkjun hefur hins vegar samið ferlega af sér í samskiptum við stóriðju. Hefur selt orkuna á miklu lægra verði en gengur og gerist. Þessa samninga þarf að hækka, svo að rífleg auðlindarenta fáist, í stað þess að níðast á almennum neytendum. Það eru ekki gild rök, að orka til almennings sé 10-20% dýrari erlendis. Íslenzkir notendur eru gamlir kúnnar og eiga að njóta sérkjara. Landsvirkjun þarf hins vegar að bæta samninga sína.