Við erum forviða

Punktar

Allir fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokksins lofuðu fyrir kosningar að hafa þjóðaratkvæði um framhald viðræðna við Evrópu. Allir hafa þeir svikið þetta loforð á minnisstæðan hátt. Þetta eru mestu og grófustu svik í pólitískri sögu Íslands. Svona er Flokkurinn komin á lágt plan. Pólitíkusar hafa kvatt reisn og heiðarleika. Horfnir inn í myrkan heim lyga og svika. Þykjast vita, að kjósendafífl yppti öxlum yfir þessu sem öðru. Vandi Flokksins er, að hann hefur ekki lengur neinn hrygg, heldur hlykkjast um völl eins og naðra. Hefur ekkert lært af hruninu. Gamlir og heiðarlegir kjósendur eru bara forviða.