Ísland fjárfestir í orkufrekum iðnaði, meðan toppríki heimsins fjárfesta í þekkingariðnaði. Við höfum komið á fót orkuverum upp um öll fjöll, meðan toppríkin fjárfesta í rannsóknum og þróun. Við sjáum risavaxnar raflínur meðfram þjóðvegum og rússneskt iðnaðarhverfi í Hafnarfirði, meðan toppríkin fjárfesta í Sílikon-dölum út um alla Evrópu. Meðan Bandaríkin, ríki og einkaframtak samanlagt, fjárfesta 1,5 milljón krónur á ári í hverjum stúdent, fjárfesta stóriðjusinnuð ríki á borð við Ísland minna en 0.5 milljón krónur á ári í hverjum stúdent. Við elskum skurðgröfurnar.
