Vísitala verðbólgunnar er fölsk. Neyzla fólks hefur breytzt eftir hrunið. Minna er keypt af erlendri vöru, sem hefur hækkað í verði vegna lægra gengis krónunnar. Þar á meðal eru bílar, sem vega of þungt í vísitölunni. Þar vega þungt vörur og þjónusta, sem fólk er meira eða minna hætt að nota. Breyta þarf útreikningi vísitölunnar til samræmis við nýtt neyzlumynztur. Þá mun sjást, að hér er ekki verðbólga, heldur verðhjöðnun. Eðlilegt í kreppu. Forvextir ættu því að vera við núllið eins og í öðrum löndum. Stýrivextir Seðlabankans ættu að vera núll. Slíkt mundi endurspegla veruleikann.