Vesturöræfi

Frá Aðalbóli í Hrafnkelsdal um Vesturöræfi í Snæfell.

Vesturöræfi eru víðáttumikið votlendi í um og yfir 600 metra hæð, kjörlendi hreindýra. Faxagil er um þremur kílómetrum sunnan við slóðina austur á Grjótöldu. Þar innan við var bær á tíma Hrafnkels sögu Freysgoða. Í gilinu er væntanlega Faxahamar, sem þó hefur ekki verið nákvæmlega staðsettur. Þar var Freyfaxa hrundið fram af hamrinum og út í ána. Á Aðalbóli bjó Hrafnkell Freysgoði, landnámsmaður og vígamaður.

Förum frá Aðalbóli suður Hrafnkelsdal og Glúmsstaðadal, um Dragöldu og vestan við Kofaöldu að Sauðakofa. Þaðan austur um Vesturöræfi, sunnan við Grjótárhnjúk og norðan við Herjólfshóla og svo suðaustur að fjallaskálanum vestan við Snæfell.

32,7 km
Austfirðir

Skálar:
Sauðakofi: N64 49.632 W15 47.914.
Snæfell: N64 48.233 W15 38.569.

Nálægir ferlar: Sænautasel.
Nálægar leiðir: Hölkná, Fljótsdalsheiði, Kárahnjúkar, Snæfell, Eyjabakkar.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort