Vesturheiði

Frá Hólsdal í Svartárdal um Vesturheiði að Fossaleið á Eyvindarstaðaheiði.

Fyrr á öldum var þetta ein af leiðum Húnvetninga suður á Skagfirðingaveg um Stórasand.

Byrjum við Fossa í Hólsdal, skammt sunnan Stafnsréttar í Svartárdal. Förum jeppaslóð um sneiðinga vestur á Vesturheiði og síðan suðvestur um Litlaflóa og Stóruflá að Fossaleið, sem liggur úr Blöndudal að skálanum við Galtará.

8,2 km
Húnavatnssýslur

Jeppafært

Nálægar leiðir: Fossaleið, Kiðaskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort