Vestrænir glæpir

Punktar

Njósnasagnahöfundurinn John le Carré er frægastur fyrir Smiley-sögurnar um brezku leyniþjónustuna í kalda stríðinu. Eftir þær gerðist Carré öflugasti samfélagsrýnir Vesturlanda. Þótt bækurnar séu skemmtisögur, eru þær biturt diss á vestræn stjórnvöld og vestrænt auðvald. Sagnfræðilegir reyfarar um ofurgræðgi lyfjaframleiðenda, vopnaframleiðenda og banka. Um vestræna ábyrgð á eymd þriðja heimsins og um framleiðslu hryðjuverka, sem múslimum er síðan kennt um. Carré skrifaði líka eins konar sjálfsævisögu, The Perfect Spy. Þar er faðir hans í hlutverki ofurbraskara, sem minnir á íslenzka útrásarbófa.