Vestdalsheiði

Frá Gilsárteigi við Eiða á Fljótsdalshéraði um Vestdalsheiði til Vestdalseyrar í Seyðisfirði.

Fyrir daga bílvegar um Fjarðarheiði var þetta fjölfarin leið til verzlunar á Seyðisfirði. Leiðin er víða góð og með veghleðslum.

Förum frá Gilsárteigi suðaustur brekkurnar með Gilsá að norðan og síðan suður og suðaustur Gilsárdal og um Gunnubrekku upp á Vestdalsheiði í 600 metra hæð. Þaðan niður með Vestdalsá til austurs. Förum norðan við Vestdalsvatn og Bjólf og síðan niður Vatnsbrekku og Bröttubrekku í Vestdal og áfram austur og niður að Vestdalseyri.

20,3 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Tó, Hjálmárdalsheiði, Lagarfljót, Afréttarskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins