Vestan við syðri fótinn

Hestar

Guugu Ymithirr er nýfundið mál frumbyggja nyrzt í Queensland í Ástralíu. Þar nota menn ekki persónuleg viðmið, þegar þeir segja til vegar. Segja ekki: Beygðu til hægri. Þeir segja: Beygðu í austnorðaustur. Eða: Paddan er vestan við syðri fót þinn. Þeir nota seguláttirnar. Sem fararstjóri í hestaferðum veit ég, að það er betra. Stundum þarf að fara í öfuga átt við leiðbeiningu. Þá er betra að vita um austur en um hægri. Í þoku dugir ekki að stefna á miðjan Eiríksjökul, betra er að fara suðsuðvestur áttavitann. Í gagnabanka mínum um 800 reiðleiðir á Íslandi nota ég ætíð vegalýsingar Guugu Ymithirr.