Fullveldi okkar er takmarkað. Við höfum tekið upp meiripartinn af reglum Evrópusambandsins sem aðilar að evrópska efnahagssvæðinu. Við höfum gert ótal fjölþjóðasamninga, sem takmarka fullveldið. Veruleiki efnahagslífsins takmarkar líka fullveldið. Við keyrum á erlendum lánum. Orkuver eru byggð fyrir lánsfé, vegir lagðir og aðrir innviðir samfélgsins. Atvinnuvegirnir byggjast líka á lánum. Ef við skrúfum fyrir peninga að utan, fer þjóðin á hliðina. Núna fáum við bara fé frá sjóðum opinberra aðila erlendis, ekkert frjálst fjármagn. Við getum því ekki gefið skít í Alþjóða gjaldeyrissjóðinn.
