George Monbiot skrifaði grein um geðveiki barna í Guardian í gær. Þar segist hann telja, að aukið misræmi veruleika og væntinga grafi undan geðheilsu barna. Veruleikinn í Bandaríkjunum og Bretlandi sé sá, að bara 1% af börnum fátækra lenda síðar á ævinni í auðstéttinni, lægra hlutfall en nokkru sinni fyrr og lægsta hlutfall í heimi. Unglingar eru frosnir fast við botninn og hafa í eymd sinni tekið trú á veruleikaþætti á borð við “Big Brother”. Þeir telja sig síðar muni verða ríka, ekki af árangri í námi og starfi, heldur af árangri í þátttöku í gerviveruleika.
