Veruleikaflótti Íslams

Punktar

Oft les ég verjendur íslams segja það góða trú, byggða á Kóraninum, góðri bók. Mig grunar, að trúin sé ekki slík í ríkjum múslima. Og að bókin sé ekki betri en Gamla testamentið. Hvarvetna í heimi múslima eru mannréttindi fótum troðin, einkum kvenréttindi. Sum ríkjanna eru mestu afturhaldsríki jarðar. Veröld múslima er án vísinda og uppfinninga. Þiggja allan nútíma að vestan fyrir olíu. Þvaðrið um fegurð íslams minnir mig á þvaðrið um gæði hins sanna sósíalisma eða kommúnisma. Og leitina að sönnu himnaríki utan Sovétsins. Hjá Trotskí, Maó, Tító, Kastró. Var veruleikaflótti þá og nú.