Nýr formaður Framsóknar opnaði á landsfundi flokksins fyrir umræðu um lágan fjármagnstekjuskatt auðmanna í samanburði við háan tekjuskatt fátæklinga. Hann vill, að menn greiði tekjuskatt af fyrstu fjármagnstekjum upp að einhverju launamarki. Hann vill auka launajöfnuð upp að því marki, að það nái til fátækari hluta fjármagnstekjumanna, en ekki til hinna ríkari, sem hafa fjármagnstekjur langt yfir það, sem Jón Sigurðsson kallar “launaviðmið”. Um slíka formenn má segja, að vont hafi verið þeirra ranglæti, en verra sé þeirra réttlæti.
