Vernda ekki vitni sitt

Punktar

Merkilegt er, að Angela Merkel, Þýzkaland og önnur ríki Evrópusambandsins skuli ekki þakka Edward Snowden. Hann veitti upplýsingarnar, sem gera þessum aðilum kleift að senda Bandaríkjastjórn tóninn. Angela Merkel, Þýzkaland og önnur ríki Evrópusambandsins hafa ekki veitt Snowden hæli í þakkarskyni. Það sýnir vel hræsnina í þessu. Snowden er nógu góður til að segja þeim fréttir og til að bera vitni. En er ekki nógu góður til að njóta vitnaverndar. Væri ég Angela Merkel, mundi ég halda kjafti, þangað til ég væri búinn að koma Snowden í gott skjól. Heimur stjórnmála er heimur hræsni og yfirdrepsskapar.