Aldrei þessu vant settist ég á Segafredo á Lækjartorgi. Virti fyrir mér útsýnið. Sannfærðist betur en áður um, að þar megi ekki setja minnisvarða um Frank Gehry né aðra arkitekta nútímans. Þar á að koma upprunaleg útgáfa húsanna, sem brunnu. Gamli, góði Villi lofaði því raunar, þegar hann stóð í galla og stuði framan við brunann. En virðist hafa gleymt því, verktakarnir heimta að komast að. Hvort sem vinstri menn eða hægri menn eru við völd í borginni, þá stjórna verktakarnir. Því miður hafa menningarvitarnir ekki áttað sig á, að endurgerð fornminja er fín. En Espresso staðarins var vont.