Verktakaástin

Punktar

Ást borgaryfirvalda á verktökum er hin sama eftir kosningarnar í fyrra og hún var fyrir þær. Hún minnir á ást bæjaryfirvalda í Kópavogi, sem gera allt fyrir verktaka. Það eru ekki kjósendur, sem biðja um, að nýrri byggð sé troðið ofan í gömul hverfi. Þeir biðja ekki heldur um ný hverfi úti í sjó. Það eru verktakarnir, sem vilja þetta. Þeir ætla samt ekki að borga útsýnismissi. Þeir ætla ekki að borga fyrir mislæg gatnamót og fjölgun akreina. Þeir ætla ekki að borga fyrir stækkaða sjóvarnargarða. Bingi í borginni ætlar auðvitað að láta kjósendur borga. Til að gleðja verktaka.