Fyrir löngu var ég í skoðunarferð um gömlu suðurríkin í Bandaríkjunum með starfsbræðrum í fjórum rútum. Farangur okkar fór með sérbíl milli hótela, en við fórum sjálfir hægar yfir. Þegar 250 manns komu inn á hótel fyrir kvöldið, var langborð í afgreiðslu með greinilega merktum bókstöfum frá A til Z. Hver fór í sinn bókstaf, náði sér í umslag með nafni sínu. Þar var herbergislykill. Síðan fór hver til síns herbergis. Þegar þangað var komið, stóð þar farangurinn á grindinni. Allt tók þetta tilstand aðeins tvær mínútur.