Verksmiðjuvaran flæðir

Megrun

Tilgáta mín er, að fólk sé alls ekki í stakk búið til að mæta breytingum á neyzluvenjum. Forfeður okkar borðuðu grófan mat og gátu ekki ólmast í verksmiðjuframleiddum matvælum. Þeir þekktu nánast ekki sykur og fínmalað hveiti, né heldur gerbakstur. Öll matvara var í gamla daga meira eða minna náttúruleg, en nú er hún meira eða minna úr verksmiðjum. Jafnvel mjólkin kemur fitusprengd og gerilsneydd úr verksmiðjum. Líffæri fólks hafa ekki fengið færi á að laga sig að lífsstíl verksmiðjuvörunnar. Hjá sumum bilar heilsan. Hjá mörgum fara matartengd boðefni heila og taugakerfis í rugl.