Verkkvíði, ákvarðanafælni, ráðleysi

Punktar

Alþingismenn Sjálfstæðisflokksins saka ríkisstjórnina um að leggja fram frumvörp, sem gamla ríkisstjórnin hafi undirbúið. Þeir svara hins vegar ekki, hvers vegna gamla stjórnin gat ekki ungað þeim út. Það stafar auðvitað af ákvarðanafælni, verkkvíða og ráðleysi ríkisstjórnar Geirs Haarde. Nýjan forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, þurfti til að grípa til raunhæfra aðgerða. Ríkisstjórn hennar hefur gert meira á tveimur vikum en stjórn Geirs og Ingibjargar Sólrúnar gerði á 3-4 mánuðum. Þar skilur milli feigs og ófeigs á örlagatímum.