Skuldarðu myntkörfulán? Vertu reiður og stofnaðu samtök um málið. Skuldarðu verðbólgutryggt húsnæðislán? Vertu reiður og stofnaðu samtök um málið. Hér vantar samtakamátt. Bandaríkjamenn væru fyrir löngu búnir að stofna félag um hagsmuni sína. Þið eigið að gera það líka. Samþykkja á félagslegum vettvangi að neita að borga. Allir sem einn. Bankarnir og íbúðalánasjóður munu ekki treysta sér til að hefja fjöldaaftökur. Og allra sízt ríkisstjórnin. Ef þið neitið að borga, allir sem einn, neyðast valdhafarnir til að respektera það. Einn og sér getur þú ekkert nema samþykkt herta okurskilmála. Slepptu því.