Verður áfram lítill

Punktar

Einu sinni var Sjálfstæðisflokkurinn 40% flokkur. Síðast hefur hann bitið af sér stuðningsmenn þjóðaratkvæðis um aðildarviðræður. Er orðinn 20% flokkur. Andstæðingar Evrópu hreykja sér af, að bara 10% flokksmanna styðji aðildina. Engin furða, viðræðusinnar farnir annað. Sumir fóru á Framsókn í kosningunum í fyrra. Þegar Framsókn reyndist bara vera lygi og fals, hurfu þeir þaðan aftur. Fóru þó ekki til baka, heldur dreifðust á ýmsa flokka. Kvótagreifar hafa eignast Flokkinn og Moggann. Vilja heldur hafa þægan 20% flokk en 40% flokk í almannaeigu. Langt er í, að Sjálfstæðisflokkurinn verði aftur stór.