Hér þarf fátt að breytast í kjölfar hryðjuverkanna í París. Venjulegt fólk ber ekki ábyrgð á þeim. Við tökum við flóttafjölskyldum eins og áður var ráðgert. En munum sníða augljósa vankanta af fjölmenningarstefnu. Viljum ekki sharia, karlrembu, feðraveldi, búrkur, bókstafstrú, miðaldir. Í Róm ertu sem Rómverji, í Reykjavík ertu sem Reykvíkingur. Erlendis eru fjölmörg dæmi um, að róttækir wahabítar skilji ekki eða heyri ekki fræðslu um þau efni. Við munum því ekki flytja inn wahabíta og allra sízt klerka þeirra. Fjölmenningin mun ekki fela í sér neina sambræðslu við forneskjuna. Við gefum ekki eftir veraldlegu hefðina.
