Verbúð 11 poppuð upp

Veitingar

Fyrrum Verbúð 11 er orðin „Lobster & Stuff“, líklega að undirlagi markaðsstofu. Staðurinn poppaður upp með skrítnu veggfóðri, skipt út eigendum og starfsliði. Samt er maturinn áfram góður. Fiskur dagsins í hádeginu var ágæt langa á 2.300 krónur, frekar naumt skömmtuð. Gæðin á pari við ýmsa aðra góða fiskistaði í miðborginni. Hægt væri að kalla staðinn Humar á íslenzku, en tæpast Lobster á ensku, því hér er enginn Lobster, bara Langoustines. Samt á staðurinn einkum að höfða til túrista. Á kvöldin er dágóð umferð þeirra, en lítil í hádeginu, en þá slæðist inn heimafólk. Starfsfólk í sal talar núna íslenzku, sem er gott fyrir okkur gamla fólkið, en úr eldhúsinu heyrist amerískan.