Veltið borðum víxlaranna

Punktar

Þessa daga er verið að kynna nýjar tölur fjölþjóðastofnana um stéttaskiptingu. Sýna, að ríkasta eitt prósent mannkyns á um helming auðs í heiminum. Að áttatíu ríkustu mennirnir eiga meira en fátækari helmingur mannkyns. Stafar ekki af dug og vizku fárra, heldur af aðstöðu þeirra til að stela og fela þýfið. Jafnframt breyttist lýðræði í auðræði. Bandarískir þingmenn eru allir á framfæri greifa. Hér er ferlið það sama, ríkasta eitt prósent þjóðarinnar gleypir fjórðung alls auðs. Engin bremsa er á þessu, græðgi þjófanna er óseðjanleg, auðræðið étur sig innanfrá. Fólk verður að vakna, ganga í musterið, velta um borðum víxlaranna.