Þegar Hvalfjörður var boraður, vildi ég, að fólk ætti áfram kost á gamla veginum fyrir fjörðinn. Þannig gæti hver ákveðið fyrir sig, hvort hann vildi fara á gamla mátann eða borga fyrir þann nýja. Ég vildi, að gamli vegurinn yrði áfram nothæfur. Þannig var málið svo framkvæmt. Enn í dag get ég keyrt fyrir Hvalfjörð og notið útsýnisins. Sama verður að gilda um aðra skattlagða vegi. Ef ríkið leggur skattskyldan veg, verður það að sjá um, að fólk geti áfram ferðast frítt á gamla mátann. Þá kemur auðvitað í ljós, að fáir þurfa þessa atvinnubótavegi og -göt á fjöll. Nema auðvitað gráðugu verkatakarnir.