Velferðin skiptir máli

Punktar

Menn horfa ekki lengur upp til Bandaríkjanna sem forusturíkis í þróun mannkyns. Mælingar sýna, að fólki líður betur í öðrum ríkum löndum. Einkum í þeim, sem kunna að flétta saman markaðsbúskap og velferð. Það kunna Norðurlönd og Frakkland, sumpart Þýzkaland, en alls ekki Bandaríkin og Bretland. Velferð almennings hefur drabbast niður í tveimur síðastnefndu ríkjunum, en eflzt í hinum fyrrnefndu. Nýr mælikvarði á velgengni ríkja, European Happy Planet Incex, setur Norðurlöndin öll í efstu sæti. Og í hópi Norðurlandanna trónir Ísland efst. Við höfum ekki gleymt velferðinni.