Velferð aldraðra vanrækt

Punktar

Smám saman hefur ríkisvaldið ýtt ábyrgð á velferð aldraðra yfir á lífeyrissjóði. Ríkið hefur skert ellilaun og önnur framlög til aldraðra, til dæmis látið aldraða dragast aftur úr, þegar launþegar fá vísitöluhækkanir. Hefur leitt til sárrar fátæktar mikils fjölda aldraðra. Ótal dæmi hafa verið rakin í fjölmiðlum. Margir vonuðu að ný ríkisstjórn undir forustu Vinstri grænna mundi leiðrétta mismuninn, jafnvel aftur í tímann. Samkvæmt stjórnarsáttmálanum er þó ekki gert ráð fyrir slíku. Aldraðir verða áfram skildir eftir í góðærinu. Fáir stjórnmálaflokkar sinna velferð. Er ekki einfaldara að ýta gamlingjunum bara fyrir ætternisstapa?