Veiðivötn

Frá Skyggnisvatnsleið um Veiðivötn að Austurbjallavötnum.

Á veidivötn.is segir m.a.: “Veiðivötn er vatnaklasi norðan Tungnaár á Landmannaafrétti. Alls eru vötn og pollar á svæðinu 50 talsins. Vötnin liggja í aflangri dæld sem er breiðust um 5 km og um 20 km löng frá Snjóölduvatni í suðvestri að Hraunvötnum í norðaustri. Þau eru í 560-600 m hæð yfir sjávarmáli. Austan Veiðivatna liggur Snjóöldufjallgarður en Vatnaöldur vestan þeirra. Mörg Veiðivatnanna eru gígvötn mynduð í Veiðivatnagosinu 1477. Þau eru flest lítil um sig, innan við 1 km2, en oft hyldjúp. Eskivatn og Nýjavatn eru dýpst, um og yfir 30 m djúp. Stærstu vötnin eru Litlisjór, Grænavatn, Ónýtavatn og Snjóölduvatn. Litlisjór er langstærstur um 9,2 km2, Grænavatn 3,3 km2 og Snjóölduvatn 1,6 km2. Þessi vötn eru ekki gígvötn og voru til fyrir 1480.”

Byrjum á mótum Veiðivatnaleiðar og Skyggnisvatnsleiðar. Förum suðaustur um Fossvatnakvísl að Litla-Fossvatni. Síðan til suðvesturs norðan og vestan við Langavatn og Eskivatn. Næst suður og síðan vestur að Nýjavatni, suður með Nýjavatni austanverðu og vestur að Ampapolli. Þaðan suður að Snjóölduvatni og síðan suðvestur með því að vestan. Suðsuðvestur frá því að Austurbjallavötnum norðanverðum.

21,3 km
Rangárvallasýsla

Skálar:
Veiðivötn: N64 07.982 W18 47.665.
Tjarnarkot: N64 07.982 W18 47.665.

Jeppafært

Nálægir ferlar: Jökulheimar.
Nálægar leiðir: Skyggnisvötn, Snjóalda, Grænavatn.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort