Vegkvíslar

Frá Vaðbrekku í Hrafnkelsdal um Fljótsdalsheiði að Sauðabanalækjum ofan Bessastaða í Fljótsdal.

Þetta var þjóðleiðin af Héraði upp á Jökuldal. Við Vegufs lágu hliðarleiðir norðvestur að Klausturseli og suðvestur að Aðalbóli í Hrafnkelsdal. Leiðin að Klausturseli lá síðan áfram um Sænautasel til Möðrudals.

Förum frá Vaðbrekku austur yfir Hrafnkelu og upp Háurð. Síðan áfram beint austur um Skál fyrir norðurenda nyrðri Eyvindarfjalla. Þar er leið norður að Jökulsá á Dal. Við förum austur um Vegakvíslar innri og ytri. Við förum austur um Sandskeið og Vegufs, þar sem er leið norður að Jökulsá á Dal. Frá þeim slóðamótum förum við suðaustur að þjóðvegi 910 við Sauðabanalæki.

26,0 km
Austfirðir

Nálægir ferlar: Sænautasel.
Nálægar leiðir: Þrívörðuháls, Eyvindará, Fljótsdalsheiði, Aðalbólsleið, Eyvindarkofaver, Eiríksstaðavegur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort