Vegir sukku í mýrar

Hestar

Vestast á Fellsströndinni, undir Klofningi, eru blautar mýrar og sund. Þar voru lagðar hestagötur með lagi, sem Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður lýsir í Árbók Ferðafélagsins 1947. Hrís lagt undir, tyrft og hlaðið á ofan grjóti, helzt hellusteinum. Seig það smám saman niður í sundin, en þá var bætt grjóti á ofan. Mjóar brýr voru og gerðar úr hnausum yfir mýrar þessar og stráð síðan möl ofan á. Oft var erfitt að fá bændur til þessara starfa og varð stundum að beita hörðu til þess að fá verkið framkvæmt”. Vegagerð fyrri alda á Íslandi var furðanlega lítil og furðanlega óvinsæl af notendum vega.