Unga fólkið, sem ekki vill kaupa dagblöð, hefur snúið sér að vefnum, þar sem smám saman er að rísa fjölmiðlun, sem mun taka við af dagblöðum. Við vitum ekki, hvernig hún verður, kannski frjáls miðlun notenda eins og WikiNews eða Digg, kannski faglega unnin blöð á borð við Slate, sem tíu milljón manna sjá á mánuði. Dottnir úr umræðu fólks eru álitsgjafar, sem bara sjást á prenti, svo sem Thomas Friedman, Frank Rich og Maureen Dowd. Í staðinn koma álitsgjafar í Slate. Þyngra verður fyrir nýju miðlana að sigra í fréttum. WikiNews og Digg byggja fréttir sínar á upplímingi úr dagblöðum.
