Vefurinn hefur slegið í gegn sem álitsgjafi, ekki sem sjálfstæður fréttamiðill. Fréttir vefsins eru einkum upp úr prentmiðlum, en skoðanir prentmiðla eru að hluta af vefnum. Flest blöð hafa tekið upp yfirlit úr bloggi, en lítið er um, að menn leiti á vefnum að skoðunum úr prentmiðlum. Á vefnum getum við brugðizt snöggt við fréttum. Ef mér dettur eitthvað í hug núna, er ég óðar búinn að koma því á blogg. Ef mér datt eitthvað í hug, þegar ég starfaði á prentmiðli, tók það hálfan sólarhring að koma því á prent. Prentmiðlar eru orðnir ósamkeppnishæfir í skoðunum. Og það sést.
