Vébjarnarnúpur

Frá Unaðsdal á Snæfjallaströnd út fyrir Vébjarnarnúp að Stað í Grunnavík.

Farin er stórgrýtt fjaran. Hætta er á steinkasti úr núpnum. Norðan megin er torfært nema á fjöru.

Förum frá Unaðsdal með ströndinni um Tirðilmýri, Hlíðarhús, Skarð, Sandeyri og Berjadalsá. Við höldum áfram ströndina um Snæfjöll og síðan mest í fjörunni alla leið vestur fyrir Vébjarnarnúp og áfram norður að Nausti í Grunnavík. Þaðan um sveitina að Stað í Grunnavík.

29,4 km
Vestfirðir

Ekki fyrir hesta
Erfitt fyrir göngufólk

Skálar:
Sandeyri: N66 08.989 W22 49.986.
Sútarabúðir: N66 14.722 W22 52.290.

Nálægar leiðir: Snæfjallaheiði, Höfðaströnd, Kaldalón, Dynjandisskarð, Öldugilsheiði, Rjúkandisdalur.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Árbækur Ferðafélagsins