Vaxandi móðgunargirni

Punktar

Hatursglæpur er sérkennilegt hugtak. Mér sýnist það snúast um tjáningu skoðana, sem valdaaðili telur rangar eða óþægilegar. Lögreglufulltrúi hatursglæpa er dæmi um slíkt fyrirbæri. „Tjáning fordóma grefur undan samstöðu í samfélaginu,“ segir hún. Þá er eftir að skilgreina, hvað séu fordómar. Þeim fjölgar, er vilja fá að ráða, hvað sé tjáð. Samkvæmt móðgunargjörnu fjölmenningarfólki flokkast gagnrýni á Íslam sem fordómar. Þetta er eins og í Sovétríkjunum sálugu, þar sem ýmsar skoðanir voru flokkaðar sem refsiverðar. Orðið hatursglæpur er orðið að eins konar vígorði þeirra, sem þola illa það, sem þeir telja vera rangar skoðanir. Flokkun skoðana í fordóma og þolanlegar skoðanir eru óheillaþróun í lýðræðinu.