Vatnsdalur

Frá Þorvaldsstöðum í Norðurdal um Vatnsdal til Vatnsskóga í Skriððdal.

Í Vatnsdal eru gróf berghlaup.

Förum frá Þorvaldsstöðum norðvestur Norðurdal, þangað til hann klofnar til norðurs í Stafsheiðardal, þar sem er leið til Skriðdals, og til vesturs í Vatnsdal. Förum vestur Vatnsdal og síðan vestnorðvestur um vatnaskil í dalnum í 630 metra hæð. Að lokum áfram norðvestur Vatnsdal að Vatnsskógum.

17,2 km
Austfirðir

Nálægar leiðir: Stafdalur, Launárskarð.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Breiddalur.is