Vatnaöxl

Frá Gauksstöðum á Skaga suður um Vatnaöxl að Veðramótum við Gönguskörð í Skagafirði.

Þetta er löng leið suður-norður um fjallgarðinn milli Skagafjarðar og Húnavatnssýslu.

Förum frá Gauksstöðum suður með Bjarnarfelli að austanverðu og vestan við Bjarnarvötn. Beygjum suðvestur fyrir Réttarfell og förum suðvestur um Þverárkvíslar í Engjadal vestan við Sandfell. Við förum suðaustur með Sandfelli og þvert yfir þjóðveg 744. Síðan suður Skálahnjúksdal. Áfram til suðurs austan við Fannstóð og síðan vestan við Skálarhnjúk og Vatnsöxl. Þar er fjallaskálinn Trölli. Beygjum síðan til austurs fyrir sunnan Vatnsöxl og förum norðaustur Kálfárdal niður að þjóðvegi 744 hjá Veðramótum.

34,7 km
Húnavatnssýslur, Skagafjörður

Skálar:
Trölli: N65 42.603 W19 53.163.

Nálægar leiðir: Litla-Vatnsskarð, Kirkjuskarð, Balaskarð, Hallárdalur, Refshali.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Útivistarkort