Vatnaheiði

Frá Dal við Straumfjarðará til Helgafellssveitar.

Árið 1228 riðu Snorri Sturluson, Þorleifur Þórðarson, Þórður Sturluson og Böðvar Þórðarson norður heiðina til að ná völdum í Dölum úr höndum Sturlu Sighvatssonar og láta menn segjast í þing með Snorra.

Förum frá Dal norður að Seljafelli og síðan vestur og norðvestur með fellinu, nálægt þjóðvegi 56. Förum að austurjaðri Baulárvallavatns og síðan norðaustur á Kistu. Þaðan norðaustur að eyðibýlinu Selvöllum við Selvallavatn. Förum austan við vatnið og austan við Grákúlu að vegamótum þjóðvega 56 og 54 norðaustan við kúluna.

14,4 km
Snæfellsnes-Dalir

Nálægar leiðir: Kerlingarskarð, Hraunsfjörður.

Skrásetjari: Jónas Kristjánsson
Heimild: Herforingjaráðskort