Varúð við ráðgjöf

Ferðir, Veitingar

Til að nota Michelin álit á veitingahúsum þarf að kunna á Michelin. Sama er að segja um uppsafnað TripAdvisor álit. Það getur verið misvísandi frá þínu eigin mati. Tökum Flórens sem dæmi. Samkvæmt vefsíðunni er meirihlutinn af toppstöðum borgarinnar skipaður ísbúðum, bakaríum, kjötbúðum, matarbúðum, vínbúðum og skyndibitastöðum. Svipað er að segja um Reykjavík, að vísu ekki eins gróft. Hér er kaffihús í 7. sæti matstaða, ísbúð í 10. sæti, bakarí í 14. sæti. Bæjarins bestu voru lengi nærri toppi. Í Istanbul skipa matstaðir túristahverfisins efstu sætin ofan við beztu matstaði viðskiptahverfanna.